Þegar vorar og tekur að hlýna hitnar yfirborðið og sjór verður lagskiptur fyrir áhrif hlýnunar og ferskvatns frá landi. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeir fjölga sér hratt. Þetta er nefnt vorblómi svifþörunganna eða vorhámark. Guðni Einarsson lét Náttúrustofuna vita af vorblóma í Súgandafirði í vikunni en líklegt þykir að hann sé af tegundinni Ulva eða Ulvaria en Guðni hefur aldrei séð svona mikinn vöxt þar áður. Sýni voru tekin og send til Hafró til greininga.
Þörungablómi getur valdið tjóni í sjókvíaeldi vegna þess að það verður súrefnisskortur í vatninu en þörungarnir nota súrefni til öndunar.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is