Náttúrustofa Vestfjarða vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum vegna snjóflóðavarna í Milligili ofan Bíldudals í Vesturbyggð.
Fyrirhugað er að gera ofanflóðavarnir fyrir ofan byggð á Bíldudal til að tryggja öryggi íbúa á Bíldudal.
Tillagan er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir en frestur til að senda þær inn er til og með 12. apríl 2021.
Árlega eru Earth Check sendar tölulegar upplýsingar um atriði sem snerta sjálfbæra þróun sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Hér er nýjasta stöðuskýrslan. Skoðið, vitnið í og dreifið að vild. Fyrirtæki á Vestfjörðum hafa leyfi til að skrifa í undirskrift sína að þau starfi í umhverfisvottuðu samfélagi og setja merkimiða með um silfurvottun ársins 2021.
Hlíðaburkni í urð við Ísafjarðardjúp
Skógelfting innan um hrútaberjaklungur
Þyrnirós í hlíð inn af Ísafirði
Sumarið 2019 fóru Hafdís Sturlaugsdóttir hjá NAVE og Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands til að skoða þrjár tegundir á válista sem eru sjaldgæfar og vaxa á Vestfjörðum.