Hlíðaburkni í urð við Ísafjarðardjúp
Skógelfting innan um hrútaberjaklungur
Þyrnirós í hlíð inn af Ísafirði
Sumarið 2019 fóru Hafdís Sturlaugsdóttir hjá NAVE og Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands til að skoða þrjár tegundir á válista sem eru sjaldgæfar og vaxa á Vestfjörðum.
Um þessar mundir eru liðin 10 ár frá því að samþykkt var á Fjórðungsþingi að fara í umhverfisvottun sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Í upphafi sá Lína Björk Tryggvadóttir um að halda utan um þá vinnu sem þarf að leggja í stefnumótun, gagnaöflun, fræðslu og fjármögnun á sérverkefnum. Frá árinu 2018 hefur María Hildur Maack hjá NAVE verið verkefnastjóri umhverfisvottunarinnar í 33% starfi.
Rannsókn á miðaldabýlum á Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði var stækkuð og kortlögð sumarið 2020. Forn býli voru staðsett með dróna og hitamyndavél. Myndirnar sýna að Arnarfjörður hefur verið mjög þéttbyggður. Frekari rannsóknir á Auðkúlu eiga líklega eftir að skýra búsetumynstur býlisins enn frekar, þar sem líkleg smiðja, túngarður og tóftir eru enn órannsökuð. Á Hrafnseyri verður lagt til að opna allt svæðið á næstu árum þar sem fannst skáli og það rannsakað enn betur.