Aðalfundur (eigendafundur) aðildasveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða var haldinn á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur þann 17.október síðastliðinn.
Auk stjórnar og forstöðumanns mættu tveir fulltrúar sveitarfélaga á fundinn og tveir gestir. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikning stofunnar fyrir síðasta ár, kosin var ný stjórn og ákveðin þóknun hennar fyrir fundarsetu. Einnig voru önnur mál rædd á fundinum svosem fjármál NAVE, SNS (Samtök náttúrustofa), verkefni stofunnar og framtíðarsýn.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is