Dagskráin hófst með hefðbundnum fyrirlestrum og veggspjaldasýningum og svipað fyrirkomulag var á laugardeginum, en sunnudagurinn 13. október var helgaður Páli heitnum Hersteinssyni sem lést á þessum degi árið 2011. Fjallað var um rannsóknir hans og samstarf við ýmsa aðila á innlendum sem erlendum vettvangi, en hann var t.d. í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða.
Ráðstefnan var haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði dagana 11. – 13. október 2013 og tókst í alla staði mjög vel og var vel sótt af vísindamönnum frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Nýja Sjálandi og Íslandi.
Hér fylgja myndir frá ráðstefnunni. Ljósmyndari Jónas Gunnlaugsson.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is