Ársskýrsla Náttúrustofa Vestfjarða fyrir árið 2015 er komin út.
2015 var nitjánda starfsárið Náttúrustofunar en hún er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið.
Það eru sex sveitarfélög á Vestfjörðum sem eiga formlega aðild að að Náttúrustofunni Vestfjarða: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Strandabyggð.
Í skýrslu stjórnar segir meðal annars: "(...) Síðustu ár hefur rekstur Náttúrustofu Vestfjarða markast af samdrætti og efiðrí fjárhagsstöðu í kjölfar breyttra aðstæðna og forsendna í samfélaginu. Með samhentu átaki starfsfólks og stjórnenda náðist á árinu 2015 nokkur árangur við að rétta af fjárhag stofunnar. Rekstur stofunnar á árinu 2015 gefur fullt tilefni til bjartsýni á framtíðina. (...)"
Hægt er að skoða hana hér: Náttúrustofa Vestfjarða: Ársskýrsla 2015
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is