Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Blómstrandi fjallavíðir

Útsprunginn fjallavíðir
Útsprunginn fjallavíðir
1 af 2

Starfsmaður Náttúrustofunnar, Hafdís Stulaugsdóttir var á ferð 1. mars í Kaldalóni í Ísafjarðardjúpi. Kaldalón er á náttúruminjaskrá meðal annars vegna „fjölbreytts og mikilfenglegs landslag“. Einnig eru þarna jökulgarðar frá ýmsum tímum og ýmsar berggerðir. Mikið útfiri er í Kaldalóninu sjálfu og þornar það að mestu upp á fjöru. Það er nokkuð þægileg ganga inn að Drangajökli að austanverðu og hefur myndast göngustígur meðfram hlíðinni.

Þegar starfsmaður Náttúrustofunnar var þarna á ferðinni kom í ljós að fjallavíðirinn (Salix arctica) í neðri hluta Kaldalóns var útsprunginn á nokkrum stöðum. Þetta kom mjög á óvart þar sem hann ætti ekki að springa út fyrr en í maí í fyrsta lagi. Mjög snjólétt var á þessum slóðum og veðurfar að undanförnu hefur verið gott og líklegt að hann hafi ruglast í ríminu. Ekki sást á fjalldrapa eða birki á þessu svæði að það væri að springa út eða brum farin að þrútna og ekki heldur á bláberja eða aðalbláberjalyngi.

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is