Þann 25. febrúar munu starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða, Böðvar Þórisson og Eva Dögg Jóhannesdóttir fara á ráðstefnu Hafrannsóknarstofnunar í Reykjavík sem ber heitið „Hafsbotn og lífríki hans“.
Böðvar mun flytja erindi um þekkingu á botndýralífi innan grunnlínu landhelginnar en Eva birtir veggspjald um rannsóknarverkefni sem NAVE og Matís munu vinna á árinu um möguleika á ræktun purpurahimnu.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá sem og ágrip um verkefnin má finna hér.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is