Fjallafinka (Fringilla montifringilla) sást á Hólmavík meðal annars 26. október síðastliðinn. Hún sást af og til í eina viku að minnsta kosti, en líklegt var að um nokkra fugla hafi verið að ræða. Fjallafinka er á stærð við steindepil, með rauðgula bringu og hálsi en dekkri á höfði og herðum. Fjallafinka er algengust á haustin og hefur sést víða um land. Hun hefur orpið af og til í öllum landshlutum. Búsvæði hennar eru barrskógar í Evrópu og Asíu (Jóhann Óli Hilmarsson, Íslenskur fuglavísir).
Meðfylgjandi myndir tók Björk Ingvarsdóttir en fuglinn flaug á rúðu og vakaðist en náði sér aftur og flaug á braut.
Bjartur passaði upp á fuglinn meðan hann var að ná sér.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is