Þann 6. febrúar fengum við áhugasaman hóp úr Grunnskólanum í Bolungarvík í heimsókn en krakkarnir komu með tvær beinagrindur sem þeir höfðu fundið í fjöruferð við Bug og vildu fá greiningu á. Þetta voru hlutir af tjald og nokkuð heil beinagrind af annaðhvort fjörulalla eða kind en ungu rannsóknamennirnir vildu meina að þetta væri líklegast sjaldséður fjörulalli.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is