Laugardaginn 25. ágúst verður kynning á spennandi fornleifarannsóknum sem farið hafa fram á Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur Náttúrustofu Vestfjarða, stjórnandi rannsóknanna og fornleifafræðingar sem þar eru að störfum munu segja frá rannsóknunum og spjalla við gesti og gangandi.
Kynningin hefst á Hrafnseyri kl. 14:00 á stuttum fyrirlestri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðin á Hrafnseyri og síðan á Auðkúlu þar sem gefst einstakt og sjaldgæft tækifæri til að skoða leifar landnámsskála frá 9. öld. Verið velkomin.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is