Gráþröstur (Turdus pilaris) heimsótti Þórð Sigurðsson í Súðavík síðast liðinn miðvikudag (11. desember) og náði hann þessari mynd.
Gráþröstur er algengur varpfugl í Evrópu og sést hér árlega sem flækingur. Hann er stærri en skógarþröstur en að svipaðri stærð og svartþröstur. Haus og gumpur eru blágráir en bak er rauðbrúnt. Gráþröstur hefur orpið hér á landi og var vitað um varp á Akureyri laust eftir 1950*. Gráþrestir og aðrir þrestir þiggja epli, feitmeti o.fl. Um fóðrum þessara fugla og aðra má finna á garðfuglavefnum.
http://www.fsu.is/~ornosk/gardfuglar/fodruntrostur.html
Þórður Sigurðsson er líka með eigin uppskriftir af fuglafóðri og má sjá það á myndinni fyrir neðan.
*Ævar Petersen. 1998. Íslenskir fuglar. Vaka-Helgafell.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is