Hringandarkerling (Aythya collaris) sást á Ósá í Bolungarvík þann 10. apríl. Hún sást síðan í Skutulsfirði 13. apríl og aftur í Bolungarvík 16. og 17. apríl. Hringönd er Norður-amerísk tegund, skyld skúfönd og duggönd. Hún er árlegur gestur hér á landi en kvenfuglar er þó sjaldséðir.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is