Stelkur hefur legið á einu stelkseggi og fjórum jaðrakaneggjum í Önundarfirði og var kominn einn jaðrakanungi og annar á leiðinni þann 21. júní. Á myndinni sést einn jaðrakanungi ásamt jaðrakaneggjum og eitt stelksegg í baksýn.
Flestir vaðfuglaungar afla sér fæðu sjálfir en þeim er nauðsyðlegt að fá hita frá forleldri (liggur á þeim) þegar kalt er í veðri. Það verður erfitt fyrir þessa unga að komast undir stelkinn, næstum jafnstórir og hann.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is