Yngsta stig barna á leikskólanum Glaðheimum komu í heimsókn á dögunum á Náttúrugripasafnið í tilefni krummaþema á leikskólanum undanfarið misseri. Krakkarnir fengu að skoða krumma, máta sig við stærð hans, sjá hreiðrið hans og eggin og fræðast lítillega um hann. Auðvitað vildu þau líka skoða allt safnið og fengu það. Krakkarnir komu í fjórum hópum á tveimur vikum og virtust mjög ánægð með heimsóknina.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is