Fyrir nokkrum mánuðum var gefin út grein í vísindatímaritinu Marine Biodiversity sem fjallar um fiskeldi á Íslandi og er Náttúrustofa Vestfjarða meðhöfundur af greininni. En greinin heitir: Benthic artificial reefs as a means to reduce the environmental effects of cod mariculture in Skutulsfjörðu, Iceland".
Greinin fjallar um rannsókn sem hafði verið framkvæmd í Skutulsfirði af fyrrverandi meistaranema í haf- og strandvæðastjórnun í Háskólasetri Vestfjarða, Dafna Israel. Hún nýtti sér þekkingu starfsmanna á Náttúrustofunni í botndýragreiningum og aðstöðu fyrir rannsóknina.
Greinina má finna og lesa hér: Benthic artificial reefs as a means to reduce the environmental effects of cod mariculture in Skutulsfjörður, Iceland
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is