Nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði komu í heimsókn á Náttúrustofu Vestfjarða í gær ásamt kennara sínum Ragnheiði Fossdal. Nemendurnir eru í áfanga sem snýst um það að kynna sér fyrirtæki á svæðinu og starfsemi þeirra. Nemendurnir fengu kynningu á rannsóknum Náttúrustofunnar og starfsemi hennar og var helst fjallað um fuglarannsóknir, rannsóknastofuna, skordýrarannsóknir, kortagerð og Evrópuverkefni sem stofan tekur þátt í.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is