Árlega eru Earth Check sendar tölulegar upplýsingar um atriði sem snerta sjálfbæra þróun sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Hér er nýjasta stöðuskýrslan. Skoðið, vitnið í og dreifið að vild. Fyrirtæki á Vestfjörðum hafa leyfi til að skrifa í undirskrift sína að þau starfi í umhverfisvottuðu samfélagi og setja merkimiða með um silfurvottun ársins 2021. Mestar hafa framfarið orðið í sorpmálum undanfarin ár. Höldum áfram, tökum stöðugum framförum sem samfélag í átt að sjálfbærni. Athugið að eldri skýrslur og fleiri mál sem tengjast umhverfisvottun Vestfjarða eru hýstar á vef Vestfjarðastofu.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is