Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Sigurður Halldór Árnason við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða. Sigurður Halldór er með B.Sc. próf í líffræði frá Háskólanum á Hawaii, M.Sc. próf í stofnerfðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að Ph.D. gráðu í vist- og þróunarfræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Sigurður Halldór tók við starfinu af Nancy Bechtloff sem látið hefur af störfum. Stjórn Náttúrustofunnar býður Sigurð Halldór velkomin til starfa og þakkar Nancy fyrir störf hennar í þágu stofunnar og óskar henni velfarnaðar.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is