Fimmtudaginn 31. október var undirritaður samningur milli Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra og Strandabyggðar um dreifnám á Hólmavík. Að því tilefni var opið hús í Þróunarsetrinu á Hólmavík en þar er dreifnámið til húsa. Náttúrustofa Vestfjarða tók þátt í opna húsinu og kynnti Hafdís Sturlaugsdóttir helstu verkefni sem unnin eru á Hólmavík. Kynnt var gróðurkortagerð, vöktun á fiðrildum og blómgun ásamt öðrum verkefnum. Mesta athygli vöktu uppsett fiðrildi sem voru til sýnis og mikið spurt t.d. hver væru algengust á þessu svæði og hve margar tegundir hefðu fundist veiðst í gildrurnar á Ströndum.
Á myndinni er Gulygla, en hún kom í gildru 2011. Hún er stæðst þeirra fiðrilda veiðst hafa á Ströndum en hún er 3 cm löng eins og sést á myndinni.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is