Páskaleikurinn vinsæli fyrir börn á öllum aldri á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík verður haldinn um þessa páska.
Krakkarnir fá miðerfið verkefnablöð til að glíma við og að lokum fá þau verðlaun.
Leikurinn mun standa yfir alla opnunardaga um páskana en safnið verður opið miðvikudaginn 23. mars, skírdag 24. mars og laugardaginn 26. mars milli kl 13:00 og 17:00.
Komið og takið þátt í skemmtilegum leik um dýrin!
Aðgangseyrir
Ókeypis fyrir 16 ára og og yngri
950 kr fyrir fullorðna
680 kr fyrir 67 ára og eldri
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is