Í síðustu viku fengum við tilkynningu frá nokkrum sjómönnum í Bolungarvík um að þeir hefðu séð til skrofna [lat. Puffinus puffinus] í og við Ísafjaðardjúp sem hefur verið frekar óalgeng fuglategund á svæðinu hingað til.
Tegundin sem hér snýst um heitir hettuskrofa [lat. Puffinus gravis] en hún er með vel afmarkaða dökka hettu og hvítan U-laga blett við stelrót. Sjómönnum fannst áberandi hvað fuglinn er spakur, svangur og skrækir sérkennilega.
Varpstaðir skrofunnar eru víða um norðanverð Atlantshaf en hún hefur vetursetu á hafsvæðinu í Suður-Atlantshafinu við Brasilíu eða Argentínu.
Við þökkum myndasmiðunum.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is