Svala Björk Einarsdóttir kom á stofuna í dag með smyril sem hún hafði náð úr kjaftinum á hundinum sínum. Hann virðist vera aðeins skaddaður á væng en var listamikill þegar hann fékk sér kótelettu að borða í hádeginu. Lílega hefur hann verið skaddaður á vængnum áður en hundurinn náði í hann og það ef til vill ástæðan fyrir því að hundurinn náði honum. Við tókum upp á myndband þegar hann gæddi sér á kjötinu, en það er hægt að sjá hér: https://www.facebook.com/N%C3%A1tt%C3%BArustofa-Vestfjar%C3%B0a-203499442994160/?fref=ts
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is