Starfsmenn Dýrfisks höfðu samband við Náttúrustofuna um hádegi í gær vegna snæuglu sem hafði náð að flækja sig í hliðarnet við eldistjörn fyrirtækisins. Til að losa hana úr prísundinni voru notaðar klippur sem eru rúnaðar svo að fuglinn skaðaðist ekki. En það var rafvirkinn Karl Þór Þórisson sem var í vinnu hjá fyrirtækinu sem átti slíkar klippur.
Uglan fagnaði þó freslinu ekki um of og hreyfði sig lítið úr stað og grunur leikur á að hún sé eitthvað slösuð. Var því tekin ákvörðun um að koma henni til Náttúrustofunnar sem mun koma henni suður til Náttúrufræðistofnunar Íslands í dag með flugi. Hjá Náttúrufræðistofnun vinna sérfræðingar sem geta lagt mat á hvort fuglinn eigi möguleika á að lifa af en það er von allra.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is