Starfstöðvar:

Á norðanverðum Vestfjörðum
Aðalstræti 12
415 Bolungarvík
456-7005
nave[hjá]nave.is
 
Á Ströndum/Reykhólum
Höfðagötu 3
510 Hólmavík
451-3105
hafdis[hjá]nave.is
maria[hjá]nave.is
 
Á sunnanverðum Vestfjörðum
Skor þekkingarsetur
Aðalstræti 53
450 Patreksfjörður
832-8418
margretth[hjá]nave.is
 
Í fornleifafræði
Fjölheimar í Sandvíkursetri við Bankaveg
800 Selfoss
895-1228
margrethronn[hjá]gmail.com

Sóley - Vöktun blómgunar

1 af 2

Eitt af verkefnum Náttúrustofu Vestfjarða er vöktun blómgunar. Þetta er langtímaverkefni sem er í gangi víða um landið. Hjá Náttúrustofunni er skráð niður hvenær 6 plöntutegundir blómstra. Fylgst er með 20 plöntum af hverri tegund. Í ár er 12 árið sem fylgst er með blómguninni í Bolungarvík og á Ströndum.

Sú tegund sem blómstar fyrst af þeim sem fyglst er með er vetrarblóm. Fyrsta vetrarblómið sem fylgst er með blómstraði í ár 22. apríl a Ströndum. Á athugunartíma hefur það fyrst blómstrað 6. apríl árið 2012 en síðast 29. apríl árið 2015. Algengast er að það blómstri um 20. apríl.

Aðrar tegundir sem fylgst er með eru: klóelfting, lambagras, ilmreyr, hrafnaklukka og svo þjóðarblómið holtasóley. Vetarblómið er fyst að blómsta og svo kemur klóelftingin hinar tegundirnar eru að blómstra í um og eftir miðjan maí og í júní.  

Krækilyng er farið að blómstrar snemma eins og vetrarblómið. Blómin á því eru ekki stór eða áberandi en falleg engu að síður.

Við hvetjum alla til að skoða blómin því þau gleðja. 

 

Til baka

Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is