Tvö vel falin starahreiður fundust á Ísafirði á dögunum. Stari er ekki algengur fugl á Vestfjörðum þó svo að hann finnst í auknum mæli í Reykjavík og á Akureyri. Litill starahópur sást á Þingeyri í vetur þegar vetrartalningar fóru fram. Það lítur út fyrir að einhverjir þessara fugla hafa flutt sig um set og eru komnir til Ísafjarðar til að stofna fjölskyldu í bænum. Á næstu dögum munum við athuga hver staðan á Þingeyri er.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is