Náttúrustofa Vestfjarða leitar að starfsfólki í sumarstörf á Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og í Sjóminjasafnið Ósvör. Um er að ræða dag- og helgarvinnu.
Vaktstjóri. Í starfinu felst að veita leiðsögn í Ósvör og sjá um eftirlit með vaktaskipulagi og sjá um uppgjör ásamt öðrum verkum sem til falla í starfi. Starfsmaður sinnir einnig safnvörslu á Náttúrugripasafni.
Safnvörður Ósvör. Í starfinu felst að veita leiðsögn og ýmis önnur verk sem til falla.
Móttaka gesta. Í störfunum felst m.a í móttaka ferðamanna, að veita leiðsögn á Náttúrugripasafninu og ýmis önnur verk sem til falla í starfi.
Hæfniskröfur eru samskiptahæfileikar, íslensku- og enskukunnátta, frumkvæðni, jákvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og reynslu að þjónustustörfum æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 19. Apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið í síma 456-7005 eða í gegnum netfangið nave@nave.is.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is