Fyrsta tjaldshreiðrið (Haematopus ostralegus) sem staðfest er í Skutulsfirði þetta árið hefur klakist en þrír ungar yfirgáfu hreiðrið á hvítasunnudag. Til unganna sást á mánudag en miðað við stærð þeirra ættu þeir hafa klakist á Hvítasunnudag. Foreldarnir eru báðir merktir, annar frá árinu 2013 og hinn 2014. Sá fyrrnefndi hefur sést í Skutulsfirði allt árið um kring. Nú vonum við að ungarnir fái gott veður héðan í frá.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is