Fyrir nokkrum dögum sá Guðmundur Jakobsson refaskytta tófu ráðast á selkóp í Þernuvík við Ísafjarðardjúp og skaut hann bæði tófuna en þurfti að lífláta kópinn sem var illa særður eftir tófuna. Guðmundur gaf Náttúrugripasafninu kópinn, sem verður stoppaður upp og hafður og þessi saga sögð.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is