Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa lýst metnaði í umhverfismálum með því að fá umhverfisvottun innan þess ramma sem settur er af áströlsku samtökunum Earth Check. Þessi samtök eru þau einu sem taka að sér að votta starfsemi sveitarfélaga en einkum er miðað við áfangastaði ferðaþjónustunnar. Ætlast er til þess að að metnaðurinn nái til allra þátta sjálfbærrar þróunar. Sumarið 2019 var þessi málaflokkur fluttur úr umsjón Vestfjarðastofu og til Náttúrustofu Vestfjarða. María Maack, sem haldið hefur utan um málið að undanförnu fluttist vegna þessa til NAVE. Starfstöðvar hennar eru á Hólmavík og Reykhólum. Ferli vottunarinnar er kynnt á síðum Vestfjarðastofu, enda um byggðamál Vestfjarða að ræða. Nú er verið að afla allra nauðsynlegra gagna frá árinu 2018 til að freista þess að fá enn og aftur silfurvottun frá Earth Check.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is