Arnamerkingar á Vestfjörðum
Náttúrufræðistofnun Íslands stóð fyrir arnamerkingum í sumar og var það í umsjón Kristins Hauks Skarphéðinssonar. Farið var í þekkt hreiður og ungar merktir ásamt því að taka nokkrar mælingar á þeim. Ungarnir fengu stálhring á hvorn fót fyrir sig með númeri og lit. Á vinstri var settur ljósblár hringur og táknar liturinn fyrir árið 2004. Á hægri er hringurinn með einstaklingsnúmeri og auðkenni Íslands þ.e. rautt yfri bláu.
Fjölmargir aðstoðu við þetta verkefni og kom Náttúrustofa Vestfjarða til aðstoðar við tvö hreiður. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr þeirri ferð en upplýsingar um staðsetningar á arnaróðulum er haldið leyndu svo myndirnar sýna lítið af nánasta umhverfi. Upplýsingar um arnamerkingarnar og fleira um örninn er á heimasíðu fuglaverndarfélag Íslands. http://www.fuglavernd.is/arnarvernd/index.html
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is