Arnþór Garðarsson hjá Líffræðistofnun Háskólans hefur talið straumendur víða um land þá aðallega á vorin og svo síðsumars. Um miðjan ágúst eru steggir straumandar í felli og hópa þeir sig saman út á annesjum. Heildartalning á þeim getur gefið vísbendingu hvort stofninn sé við landið yfir veturinn eða hluti hans fari er þá líklegasti staðurinn V-Grænland.
Náttúrustofa Vestfjarða aðstoðaði Arnþór við talningar á straumönd frá Nesdal í Önundarfirði að Drangaskörðum á ströndum. Farið var á bát í þessar ferðir nema í Nesdal. Báturinn var Ramóna og skipstjóri Jón Friðrik Jóhannsson.
Veður þarf að vera mjög gott til að telja straumendur af sjó og gekk það að mestu upp. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Náttúrustofa Vestfjarða | Aðalstræti 12 | 415 Bolungarvík | kt 610397 2209 | sími: 456 7005 | netfang: nave [hjá] nave.is